Golfklúbburinn Hamar

img_3013.jpg
HomeÞjálfun og kennslaBarna- og unglingastarf

Barna- og unglingastarf

Hjá GHD er rekið öflugt barna- og unglingastarf. Undanfarin ár hefur klúbburinn haft afbragðsgóða þjálfara og með ráðningu Heiðars Davíðs Bragasonar sem yfirþjálfar er tryggt að framhald verður á því. Börn og unglingar úr GHD hafa staðið sig frábærlega hvar sem þau hafa komið og verið klúbbnum til sóma, bæði á keppnisvellinum og utan hans og fullyrða má að fáir klúbbar af þessari stærð geta státað að jafn góðum árangri og GHD hefur náð í yngri aldurflokkum. Með tilkomu inniaðstöðunnar sem tekin var í notkun haustið 2010 varð bylting í æfingaaðstöðu klúbbsins yfir vetrarmánuðina og er það von okkar að hún eigi eftir að skila sér í enn betri kylfingum í framtíðinni.
Upplýsingar um æfingatíma og annað því tengt er að finna undir tenglinum "Þjálfun og kennsla" hér að ofan.

Sumarið.

Þegar skóla lýkur þá kemur æfingafjöldin til með að aukast og eru krakkarnir hvattir til þess að spila eins mikið golf og mögulegt er svo þau geti yfirfært vinnu vetrarins út á völl. Við viljum reyna að koma til móts við alla og það eru ekki allir í íþróttum sem stefna á að verða afreksfólk og reyndar aðeins lítil prósenta af iðkendum sem að lokum ná þeim áfanga að teljast afreksfólk. Það er því ekki hægt að ætlast til þess að allir mæti 4-5 sinnum á viku á æfingar en við viljum bjóða upp á nægan fjölda æfinga svo að þeir sem vilja ná langt hafi tækifæri til þess.

Við viljum halda úti litla vellinum sem hefur verið hér inní bænum öðru hverju. Yngstu krakkarnir geta æft á litla vellinum og hann nýtist líka þeim sem vilja fá að taka í kylfu öðru hverju yfir sumarið án þess að mæta á æfingar.

Litli völlurinn verður opinn öllum og bæjarbúar eru hvattir til þess að nýta sér hann. Eina sem við förum fram á er að gengið sé vel um hann.

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine