Golfklúbburinn Hamar

img_3153.jpg
Home

Sveitakeppni karla

Golfklúbburinn Hamar og Golfklúbbur Fjallabyggðar fóru með sameiginlega sveit í sveitakeppni 24/6-26/6 á Akranes, spiluðu í 2. deild og gerðu sér lítið fyrir og fóru upp í 1. deild. Spiluðu við Akranes um 1-2. sæti og töpuðu naumlega. Vel gert strákar áfram þið

Þessi stórfenglega sveit spilar í efstu deild að ári

Úrslit Tréverksmót 19. júni

Tréverksmótið fór fram i blíðskaparveðri á Arnarholtsvelli í dag 19. júní og hér eru úrslitin

Úrslit úr Tréverksmótinu texas scramle
Sæti Forgjöf Brúttó Nettó
1 Hamarsmenn 8 71 63
Feðgarnir 1 65 64
2 Ingimar er í Frakklandi 1 65 64
3 Gosarnir 7 76 69
4 Fótaglaðir 1 71 70
5 Mæðginin 7 80 73
Blómarósirnar 10 84 74
Geimgrísir 6 80 74
Slorkarlarnir 12 87 75
Skósveinarnir 7 82 75
Mokkasíur 8 83 75
Hólsarar 7 83 76
Parið 8 84 76
Gunners 7 84 77


Íslandsmót í holukeppni fullorðinna fer fram um helgina

leiran 

Á laugardaginn hefst Íslandsmótið í holukeppni fullorðinna á Hólmasvelli í Leiru. Að þessu sinni á GHD þrjá keppendur á mótinu. Arnór Snær og Heiðar Davíð leika í karlaflokki en Amanda Guðrún í kvennaflokki. Spennandi verður að fylgjast með gangi mála hjá þeimm, unglingunum og gamla refnum. Veðurútlit fyrir laugardaginn er hefðbundið fyrir Leiruna, þónokkur gjóla og rigning en útlitið fyrir sunnudag og mánudag er nokkuð skárra. Við óskum keppendum okkar góðs gengis og flytjum fréttir af gangi mála hjá þeim um helgina.

Unglingarnir stóðu sig vel á Íslandsmótinu

Um helgina fór fram íslandsmótið í holukeppni í Íslandsbankamótaröðinni og var leikið á Þorláksvelli. Unglingarnir úr GHD stóðu sig með mikilli prýði eins og oft áður. Arnór Snær Guðmundsson og Amanda Guðrún Bjarnadóttir höfnuðu í öðru sæti í sínum flokki og Snædís í þriðja sæti. Þetta var flott spilamennska hjá okkar krökkum í gegnum allt mótið og leikirnir hjá Arnóri og Amöndu fóru upp 18 holuna þar sem úrslit réðust á síðustu púttum. Spennan gat ekki verið meiri. Snædís vann sinn leik á 17 holu.

GHD óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

IMG 0669-2-700x562

 


Arnór Snær byrjar vel í Eimskipsmótaröðinni

Um helgina fór fram fyrsta mótið í Eimskipsmótaröðinni 2016, Egils-Gullmótið, og var leikið á Strandavelli. Hinn bráðefnilegi kylfingur úr GHD Arnór Snær Guðmundsson náði þar sínum besta árangri og lenti í öðru til þriðja sæti í karlaflokki en Arnór er aðeins 16 ára gamall. Sigurvegari á mótinu var Andri Þór Björnsson úr GR. Í kvennaflokki sigraði Þórdís Geirsdóttir úr GR en Dalvíkingurinn Ólöf María Einarsdóttir sem nú keppir fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar varð í 6. sæti.

Golfklúbburinn Hamar óskar þessum efnilegu kylfingum til hamingju með árangurinn og góða byrjun á golfsumrinu.

arnorsnaergudmundsson

Page 10 of 46

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine